Notkun vara

Ef final wash, þá byrja á því og svo í næringu og áfram þaðan.
Sama með clarifying, sem er ca. 2x í mánuði.

Set inn sem allar vörurnar séu notaðar.

Sjampó.

Ef freyðir lítið er best að skola úr og þrífa það aftur. Náttúruleg hreinsiefni freyða meira því hreinna sem hárið er. 
Muna að skola mjög vel úr og nudda hársvörð með fingurgómum. 

Næring.

Mæli með því að skoða Squish To Condish á google/Youtube/instagram.
Skola, sérstaklega rótina. Það þarf ekki að skola alveg allt úr hárinu.


Varðandi hármótun er gott að prófa sig áfram varðandi hve blautt hárið er, magn vara o.þ.h.
Það sem ég skrifa hér er aðeins ein leið af mörgum og ýmsum útgáfum varðandi hármótun og hármótunarefni:

Leave-In Næring: Sett í með hárið rennandi blautt. Squish to Condish. Hægt að greiða í gegn til að dreifa.

Krem: setja vöru í lófa og nudda vel, bleyta upp í hárinu aftur og bera í. Meira vatn ef þarf að dreifa betur, Squish to Condish.
Hér er svo gott að greiða hárið í lokka.

Gel: Gott að bæta aftur vatni við. Nudda vel saman í lófum. Hægt að bleyta upp í lófunum fyrir þynnra gel. Strjúka yfir hárið, lokkana prófa sig áfram með aðferðir. Sumir gera "Praying Hands" 🙏 þar sem er hárið er strokið með lófana flata saman. Önnur aðferð er að Scrunch-a, svipað og Squish to Condish. Google/Youtube/Instagram hjálpa mikið.