Hvað er Cowash?
Cowash eða hreinsinæring, er notuð í stað sjampós einhverja daga eða alla daga, eftir því hvað hentar hverjum.
Það að nota hreinsinæringu í stað sjampós þurrkar ekki upp hárið né hársvörð.
Í stað þarf að Clarify-a oftar, þ.e.a.s. þrífa hárið af samansöfnuðum efnum og óhreinindum (build-up).
Rétt notkun:
- (Ekkert sjampó á undan).
- Bleyta hárið vel í dágóða stund.
- Sækja lítið magn og nudda í lófum.
- Renna fingrum í gegnum rótina.
- Dreyfa vel. Það að bæta vatni, greiða og "Squish-a" hárið hjálpar.
- Bættu við hreinsinæringu ef þarf.
- Nuddaðu hársvörðinn mjög vel með fingrunum eða nuddbursta. Aldrei nota neglur. Krullur is Nuddburstinn er tilvalinn fyrir gervineglur.
- Skolaðu með fókus á hársvörð. Hreinsaðu hreinsinæringuna úr með því að nudda hársvörðinn eins og áður, með vatni.
- Val um að nota næringu, djúpnæringu eða hármótunarvörur á eftir.
- Það að vera með hausinn á hvolfi getur auðveldað við dreifingu og þrif.