Final Wash
Hvað er best að gera áður en byrjað er að nota sílíkon lausar vörur?
Vörurnar á Krullur.is innihalda engin sílíkon efni.
Þær eru að fullu vatnsleysanlegar svo ekki þarf að notast við hörð súlföt.
Sílíkon er í flestum hárvörum sem við þekkjum. Sílíkon er eins og "Quick Fix" því það sem það gerir er að hylja hvert hár og gefa því heilbrigt lúkk. En í staðinn eiga raki og næring erfitt með að ná til hársins og hársvörð. Liðað og krullað hár þarf á meiri raka að halda en slétt hár og því er ekki mælt með að notast við sílíkon vörur.
En hvernig nærðu sílíkoni úr hárinu? Til þess þarf að notast við hörfð sulfate efni, sem að jafnaði þurrkar hár ennþá meira. Því er ráðlagt að nota súlfat sjampó án sílíkon efna, í einungis eitt skipti, áður en maður byrjar notkun á sílíkon lausum vörum.
Þetta kallast "Final Wash" og það er að finna margar upplýsingar um það á netinu, gott er að notast við Google og Youtube.
Til þess að fá fulla nýtni af vörunum frá Krullur.is ráðleggjum við að taka þetta skref.
Það má búast við því að hárið líti óheilbrigðara út þegar maður er búinn að losa það við sílíkonið en með tímanum verður það heilbrigðara og fallegra.
Hér má finna Final Wash í sölu hjá Krullur.is
Hvað er Final Wash?
- Einungis fyrsti þvotturinn til að byrja CGM.
- Shampó sem inniheldur sulfate efni en engin sílíkon
Til hvers?
- Til að losa hárið við sílíkon sem er búið að festa sig við hvert hár.
- Til þess að raki og önnur næringarefni komist að hárinu.
- CGM notast við vatnsleysanleg innihaldsefni. Þó verður á endanum til Build-Up og því þarf að nota clarifying sjampó til að losa um það.
ATH!
- Notað einu sinni!
- Ef sílíkonvara hefur verið notuð eftir að byrja CGM þá þarf að gera Final Wash aftur.
- Mjög þurrkandi svo nærið hárið vel eftir á, helst með djúpnæringu.