Clarifying Sjampó vs. Final Wash

Munurinn á Clarifying sjampói og Final Wash Sjampói:
Final Wash:
 • Notað einu sinni í byrjun og gott að eiga áfram.
 • Losar hárið við sílíkon.
 • Það er rautt á www.curlsbot.com því súlfötin í því eru ekki CGM.
 • Inniheldur SLS - Sodium Lauryl Sulfate.
 • Inniheldur Engin Sílíkon.
 • Ef þú átt hárvöru heima hjá þér sem inniheldur SLS og engin sílíkon þá áttu Final Wash. Já þú getur notað karlasjampó og meirað segja Freyðibaðs vörur ef innihaldið er í lagi.
 
Clarifying Sjampó:
 • Inniheldur engin súlföt.
 • Losar þig við build-up en ekki sílíkon.
 • Build-Up kemur annað slagið upp frá náttúrunni (Enviomental Build-Up) og flestum hárvörum (Product Build-Up).
 • Gífurlega mildara en súlföt sjampó.
 • Strippar hárið og því gott að nota djúpnæringu eftirá.
 • Kemur upp Gult á Curlsbot, Clarifying efni nefnd.
Mælt er með að allir eigi Clarifying Sjampó til að nota annað slagið. Ef það kemur of mikið build-up og ekki losað um það mun það skapa hárlos, frizz og fleira vesenis tengt hjá flestum.
Það er svo mistjafnt eftir mönnum hve oft þarf að nota clarifying sjampóið  en maður lærir á það með tímanum hvenær hárið þarf á því að halda.
Notandi eingöngu CGM sjampó og cowash (hreinsinæringu) mun myndast build-up í hárinu, frá líkamanum, náttúrunni og hárvörum.
Súlfat sjampóin ná þessu í burtu og meira til og þurrka þannig upp hárið og hársvörð.
CGM sjampó eru mild og hönnuð til að koma í veg fyrir þennan þurrk.
Maður lærir með tímanum að finna það hvenær er kominn tími á Clarifying þvott, en hárið verður meira frizzy efts á hausnum, hárið missir gljáa og virkar jafnvel skítugt eftir þvott.
Að clarify-a 1 - 2x í mánuði er fínt að miða sig við á meðan maður er að læra betur inná sitt hár.
Bounce Curl Clarifying og As I Am Curl Clarity eru sérstaklega hannaðar sem Clarifying sjampó fyrir liðað og krullað hár.
Liquid error (layout/theme line 148): Could not find asset snippets/mbc-bundles.liquid