Hvað er CGM?

Posted by Sunneva Birgisdóttir on

Fyrir CGM Curly Girl Method

Curly Girl Method, eða CGM eins og margir kalla það, er einstök leið til að hugsa um hárið sitt sem hefur byltingarvætt hárumhirðu fyrir stórann hóp fólks sem hafði áður skort skilning og vörur fyrir sýna hártýpu. Frumkvöðullinn Lorraine Massey mótaði Curly Girl Method sem síðan hefur verið tekin upp af fjöldan allan af hársnyrtifólki og almenningi. Þar á meðal hér á Íslandi, sem hefur sést skemmtilega vel í Facebook hópnum Krullur og Liðir og vefversluninni krullur.is, ásamt markaðsbreytingunni almennt.

Aðferðin snýst út á það að hlúa að liðuðu og krulluðu hári með grunnaðferðum og hárvörum sem eru án ákveðinna innihaldsefna sem henta illa þessum háráferðum, og jafnvel hári almennt.
Hárið fær að njóta sín í sinni náttúrulegu áferð með auknu heilbrigði.

Með aðferðinni tekur þú út Sílíkon og Súlföt helst af öllu, þurrkandi alkóhól, óvatnsleysanlegt vax, steinefnaolíu, sápu og smotterí fleira. Sumir fara svo í þá skemmtilegu átt að velja í leiðinni hreinni og nátturuvænni vörur.
Samkvæmt CGM er einnig sleppt hitatólum eða/og  forðast of mikinn hita í hárið. Hljóðið sem kemur þegar hitatól eru notuð á of miklum hita, er hárið eins og pressað á pönnu og rakinn gufar úr hárinu, skiljandi það eftir þurrt. Ákveðin sílíkon í hitavörnum hjálpa með þetta, en þurfa að fá að þorna á hárinu til að virka.


Sílíkon og súlföt þurfa að haldast í hendur ef notuð. Súlfötin ein og sér eru alltof þurrkandi og sílíkonið næst varla úr án þeirra. Sílikonið byggist því upp á hári og í hársverði og veldur vandamálum í hársverði og hári. Sama ef aðeins súlföt eru notuð án sílíkona.

Slétt hár er þannig byggt að húðfitan nær að renna niður hárið. Því hrokknara sem hárið er, því erfiðara er fyrir húðfituna að ferðast niður hárið. Lokkarnir verða of þurrir og þar með skaddast og hárið verður frizzy.

.


Það eru svo til hinar ýmsu hárumhirðu aðferðir innan CGM og sem hafa orðið til vegna aðferðarinnar.

Ég get nefnt hér nokkrar grunn"reglur" CGM, sem fara betur með hárið.

- Ekki greiða hárið þurrt. Greiddu það í sturtunni með næringu í og hármótunarefnum ef notuð., leyfðu hárinu að þorna í þeim lokkum sem það er í. Með hárblásara eða ekki.

- Slepptu handklæðinu. "Terry Cloth" handklæðin sem flestir eru með heima hjá sér eru fín á líkamann en áferðin grípur í hárin og ýfir hárið. Alls ekki nudda hárið saman með handklæði eða öðru efni. Núningurinn skaddar hárin, brýtur lokka í sundur og getur búið til flækjur.
Innan CGM er aðallega notast við "plopping", "micro plopping" með t.d. microfiber handklæði eða bómullarefni, þess vegna bolur.

- Haltu hárinu frá miklum hita. Hárið opnast og hleypir út raka og þornar þannig upp. Hægt er að nýta sér hæfilegan hita sér í hag til að koma raka og næringu inn í hárið.

- Ekki þrífa hárið of oft. Með mildari efnum í hárið mun hársvörðurinn ekki lengur vera á fullu við að framleiða húðfitu og jafnvægi næst.


Share this post


Liquid error (layout/theme line 148): Could not find asset snippets/mbc-bundles.liquid